Sigursæl miðju­-hægri­hreyfing — hlutur Sjálfstæðisflokksins

David Brooks er mið-­hægrimaðurinn meðal fastra dálkahöfunda The New York Times. Hinn 12. maí 2015, að lokn­um þingkosningunum í Bretlandi, birti hann dálk undir fyrirsögninni: Mið­-hægri­hreyfingin. Hann sagði að hið sérkenni­legasta í stjórnmálum líðandi stundar væri það sem hefði ekki gerst. Heimurinn hefði ekki snúist til vinstri. Með vísan til fjármálakreppunnar, aukins ójöfnuðar, óvin­sællar afstöðu hægrimanna til félags-­ og innflytjendamála hefði mátt ætla að vinstri­flokkar mundu vinna hvern sigurinn eftir annan.

Þetta hefði ekki gerst. Þess í stað gengi flokkum til hægri vel. Repúblíkanar hafa meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Likud-­flokkur Benjamins Netanyahus forsætisráðherra vann óvæntan sigur í Ísrael þar sem hart var tekist á um efnahagsmál. David Cameron forsætisráðherra leiddi flokk sinn til meirihlutasigurs í bresku þingkosningunum.

David Brook nefnir þessi þrjú dæmi. Hann hefði einnig getað minnt á ófarir sósíalista í Frakklandi eða sigur borgaralegra flokka í Finnlandi. Hann segir að vissulega ráði staðbundnar aðstæður miklu en hins vegar megi draga víðtækari ályktun um nokkur málefni. Þeir sem hallist til vinstri hafi horfið frá stefnu tækifæranna og þess í stað tekið upp stefnu um endurdreifingu í þágu jafnaðar.

Hann kennir fyrri stefnuna við Bill Clinton og Tony Blair. Þeir hafi beitt ríkisvaldinu á virkan hátt til að auka aðgang fólks að mörkuðum, fjölga tækifærum með því t .d . að styðja við fjöl breyttari námsleiðir í þágu hinna verra settu. Þeir hafi látið fjármálamarkaði að mestu afskiptalausa og hugsað sig tvisvar um tillögur til skattahækkana. Þeim hafi vegnað vel í stjórnmálum. Clinton og Blair hafi setið lengi við völd.

Þeir sem fylgi endurdreifingarstefnunni séu ákafir skattheimtumenn, vilji taka fé af einum hópi til að flytja til annars, þeir séu andstæðingar alþjóðlegra viðskiptasamninga og vilji hlutast til um starfsemi fjármálamarkaða . Brooks segir demó kratana Elisabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, og Bill de Basio, borgarstjóra í New York, sjaldséða bandaríska stjórnmálamenn með þessa stefnu . Þá hafi Ed Balls, annar helsti forystumaður breska Verkamannaflokksins fyrir kosningar, leitt hóp á vegum hugveitunnar Center for American Progress sem samdi áhrifamikla yfirlýsingu um nútímalega vinstristefnu, skýrslu um „hagsæld fyrir alla“. Hann hafi ekki einu sinni náð endurkjöri í kosningunum hinn 7 . maí 2015 .

Brooks telur að sigur íhaldsmanna stafi líklega frekar af efasemdum almennings um ágæti vinstrimanna en jákvæðan áhuga á hægrimönnum . Hins vegar megi benda á ýmislegt mið­hægri flokkum til ágætis.

Þeir leggi til dæmis áherslu á sérkenni þjóða sinna . Nú á tímum alþjóðavæðingar verðlauni kjósendur frambjóðendur sem trúi á sérstöðu eigin lands og þjóðar.

Í öðru lagi taki þeir að meginstefnu skyn­samlega á ríkisfjármálum. Eftir fjármálakreppuna hafi menn deilt um hve mikið ríkisvaldið ætti að leggja af mörkum til að ýta undir hagvöxt. Í tveimur ríkjum, Þýskalandi og Bretlandi, hafi verið lögð áhersla á aðhald í stað þess að auka skuldir í von um aukinn hagvöxt. Þar sé efnahagurinn nú einna bestur í Evrópu og staða stjórnarleiðtoga sterk.

Í þriðja lagi hafi leiðtogar þessara þjóða ekki farið á svig við umboð sitt. Cameron hafi til dæmis lofað að minnka ríkisútgjöld og gert það án þess að setja allt á annan endann. Bretar séu ánægðari en áður með opinbera þjónustu eftir fimm ára ríkisstjórn hans. Ójöfnuður hafi ekki aukist í Bretlandi undir stjórn Camerons, öfugt við þróunina í Bandaríkjunum í tíð Baracks Obama forseta.

Grein sinni lýkur David Brooks á þessum orðum:

„Breskir og bandarískir kjósendur endurspegla stundum hverjir aðra. Samtímis nutu Reagan og Thatcher stuðnings beggja vegna Atlantshafs og síðar Clinton og Blair. Sé litið til stefnumála er Cam­eron íhaldssöm útgáfa af Obama forseta.

Sigur Camerons gefur til kynna hvers konar frambjóaanda mundi vegna vel í kosningum her. Hann er frjálslyndur í félagsmálum, grænn í loftslagsmálum og fylgir raunsærri íhaldsstefnu í efnahagsmálum. Sé fundið að einhverju hjá honum er það helst að hann sé ekki nógu hugmyndafræðilegur þótt hann hafi heimilað ráðherrum sínum að gera ýmsar talsvert djarfar skipulagsbreytingar til að nútímavæða velferðarkerfið.

Um heim allan hafa kjósendur vantrú á stórum opinberum stofnunum. Þeir vira­ast vilja árétta yfirráa heimamanna og eigin útgáfu af þjóðernishyggju (skoskri eða einhverri annarri). Þeir virðast hins vegar einnig vilja aðeins minni opinber umsvif, öflugar félagslegar umbætur og líflegan vinnumarkað til að auka velmegun.

Af einhverjum ástæðum leggja banda­rískir stjórnmálamenn á flótta frá þessari málefnastöðu. Hillary Clinton lengra til vinstri og repúblíkanar til hægri.“

II.

Að meta íslenska stjórnmálaflokka á kvarða Davids Brooks má líkja við gestaþraut, einkum flokkana vinstra megin við miðju.

Hver veit fyrir hvað Pírata­flokkurinn stendur? Hann mælist þó með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka um þessar mundir. Upphaf flokksins má öðrum þræði rekja til þess að Birgitta Jónsdóttir, frumkvöðull hans, fékk ekki að fara á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fyrir Hreyfinguna haustið 2012. Fylgi Pírata­flokksins bendir fyrst og síðast til þess að kjósendur séu óánægðir með alla hina flokkana.

Vangaveltur um að Katrín Jakobsdóttir, formaaur VG, verði sameiningarafl á vinstri kantinum lýsa örvæntingarfullri tilraun til að þetta sundraðar raðir. Með fullri virðingu fyrir Katrínu er henni enginn greiði geraur með þessu tali. Það er aðeins til þess fallið að gera myndina af VG sem stjórnmálaflokki enn óskýrari en hún er. Steingrímur J. Sigfússon svipti flokk inn ímynd og trausti í ríkisstjórninni með Jóhönnu Sigurðardóttur. Katrínu hefur ekki enn tekist að bæta þann skaða enda ríkir óeining innan flokks hennar þótt henni sé hampað sem tákni einingar vinstri manna.

Eftir þingkosningarnar í Bretlandi sögðu tveir marktækir flokksleiðtogar af sér vegna hörmulegra úrslita. Þeir hefðu að sjálfsögðu getað barist áfram og sagst ætla að endurheimta fylgi flokka sinna. Kostur­inn sem þeir völdu var hins vegar reistur á raunsæi í stað óskhyggju.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ákvað að sitja áfram sem formaður eftir hamfaraúrslit flokksins í þingkosningunum 2013. Á landsfundi í mars 2015 ná i hann endurkjöri sem formaður með einu atkvæði en ákvað samt a sitja áfram . Hann er í vonlausri stöðu. Flokkurinn er í sárum, klofinn ofan í rót. Árni Páll telur sér fyrir bestu a ala á ófriði á öllum sviðum, innan eigin flokks og gagnvart ríkisstjórninni. Þórunn Sveinbjarnardóttir, helsti stuðningsmaður Árna Páls og fram­kvæmdastjóri Samfylkingarinnar, var valin formaður BHM og talar illa um ríkisstjórnina sem foringi launþega. Öllum ráðum til illinda er beitt.

Birtan af Bjartri framtíð dofnar. Guð­mundur Steingrímsson flokksformaður hefur ekkert til mála a leggja. Menn móta ekki stjórnmálastefnu með spurningum um hvað aðrir ætli að gera. Upphrópanir Róberts Marshalls þingflokksformanns eru innantómar. Eftir einkaviðtal við Guðmund í Kastljósi um námslánamál fjölskyldu hans breyttist Björt framtíð í huga margra í einsmálsflokk, frá upphafi hefur hún verið einsmannsflokkur.

Hér að ofan hafa verið nefndir fjórir flokkar. Þeir eru allir 21 . aldar flokkar. Með stofnun þeirra hefur verið leitast við að höggva á gamlar rætur til að segja þá nútímalega. Þegar á botninn er hvolft eru þeir ekki annað en frekar gamaldags valda­streituflokkar án hugmyndafræði eða stefnu. Þeir hafa orðið til í kringum einstaklinga en ekki málefni. Flokkarnir skipa sér vinstra megin við miðju. Spurning er hvort þeir færist til hægri þegar þeir skynja strauminn í átt að völdunum.

Eitt málefni hefur sameina 21 . aldar flokkana: að þjóðin greiði atkvæði um hvort áfram skuli rætt við ESB um aðild . Til a ná samstöðu um þetta kúventu flokkarnir frá ESB­-stefnu sem þeir fylgdu fyrir kosningar 2013. Nýja tillaga flokkanna um ESB­-máli er andvana fædd . Raunar er þegjandi samkomulag milli allra þingflokka um að láta ESB-­máli liggja eins og ónýtt bílhræ utan hinnar pólitísku breiðgötu. Þeir hafa allir klúðra málinu, hver með sínum hætti.

Framsóknarmenn minnast þess á næsta ári a 100 ár eru li in frá því a Jónas Jónsson frá Hriflu stofna i flokkinn til a gæta hagsmuna bænda. Hann beitti sér einnig fyrir stofnun Alþýðuflokksins í þágu verkafólks. Lengst af var samvinnustefna og samvinnuhreyfingin þungamiðja Fram­sóknarflokksins. Nú eru kaupfélögin svipur hjá sjón nema Kaupfélag Skagfirðinga sem styrkir stöðu sína jafnt og þétt. Hin síðari ár hefur stjórnmálastarf framsóknarmanna einkennst af upphlaupum fyrir kosningar sem hefur duga þeim til að rétta stöðu sína eftir fylgisleysi milli kosninga. Að bregða kvarða Davids Brooks á Framsókn­arflokkinn dugar ekki til að átta sig á hug­myndafræ inni að baki honum.

Auðveldast er að finna Sjálfstæðisflokknum stað á kvarðanum. Hann er mið-­hægri flokkur og með forystumann sem líkist að mörgu leyti David Cameron. Sjálfstæðisflokkurinn verður þó að skilgreina stöðu sína og stefnu betur, einkum fyrir Reykvíkingum, helsta bakhjarli flokksins en nú honum afhuga miðað við það sem áður var. Auk þess hefur flokknum tekist að glutra niður fylgi sínu meðal ungs fólks.

Ófarir meðal Reykvíkinga og ungs fólks má rekja til þess að frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins hefur gjörsamlega mistekist að skerpa stefnu sína og ásýnd á þann veg að kjósendur átti sig á hvert flokkurinn vilji stefna. Flokkinn skortir trúverðugri boðskap og trausta frambjóðendur til að starfa í anda hans. Hugsjónir flokksins eru sigurstranglegar enn sem fyrr. Málsvörn þeirra er hins vegar veik.

Bjarni Benediktsson flokksformaður hef­ur sem efnahags-­ og fjármálaráðherra einstakt tækifæri til að endurheimta traust kjósenda á flokknum í þeim málaflokkum sem hann leiðir. Afstaða kjósenda til stjórnar á efnahagsmálum vegur að jafnaði þyngst á kjördag. Bjarni verður samhliða traustri efnahagsstjórn að grípa til ráða sem duga til að ekki sé vegið að trausti til flokksins vegna framgöngu einstakra trúnaðarmanna hans.

III.

Efnahagsmálin hefur borið hátt undanfarið vegna kjaradeilna og umræðna um brotthvarf fjármagnshafta. Vísasta leiðin til að eyðileggja árangurinn sem náðst hefur frá árinu 2008 er að láta eins og önnur hagfræðilögmál gildi hér en í ná­grannaríkjum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig­urðardóttur (2009–2013) valdi róttæka vinstri leið og hélt hana þrátt fyrir mörg hættumerki. Núverandi ríkisstjórn valdi aðra leið og hinn 13. maí 2015 ritaði Erlendur Magnússon fjármálaráðgjafi á FB­síðu sína:

„Íslendingar eru undarlegt fólk:

Staðreynd: Vísitala kaupmáttar stendur nú í 120,8. Með öðrum orðum, kaup­máttur hefur aldrei áður verið meiri í landinu (hann er meiri en 2007 og 2008).

Staðreynd: Gini stuðullinn, sem mælir jöfnuð, er 0,25, þ.e. við erum með þriðja mesta jöfnuð ríkja innan OECD.

Staðreynd: Verkalýðsfélög gera kröfu um aukinn jöfnuð launa (sbr. auglýsingu VR í morgun), á sama tíma og BHM krefst aukins ójafnaðar launa.

Staðreynd: Hækki laun umfram fram­leiðniaukningu, mun mismunurinn koma fram í aukinni verðbólgu og að lokum fram í lækkun gengis krónunnar. Það mun rýra lífskjör alls þorra fólks. Samt krefjast stéttarfélögin kauphækkana langt umfram mögulega framleiðniaukningu. Með öðrum orðum krafa stéttarfélaganna er að lífskjör rýrni til lengri tíma litið.

Hvaða hugtak á að nota yfir svona undarlegt fólk?“

Skömmu eftir að Erlendur birti þessa lýsingu sína kvaddi Bryndís Loftsdóttir, vara­þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér hljóðs á FB­-síðu sinni og sagði:

„Frammámenn í þjóðfélaginu klifa á því að kaupmáttur launa hafi aldrei verið meiri. Líkt og þegar ég gat ekki með nokkru móti fengið matarreikning fjölskyldu minnar til þess að stemma við þann sem fjármálaráðuneytið kynnti vegna hækkunar á virðisaukaskatti þá er ég ekki heldur að upplifa þennan rosalega kaupmátt.“

Bryndís telur að Hagstofa Íslands mæli ekki rétt og vitnar meðal annars í tölur frá Versl­unarmannafélagi Reykjavíkur (VR) til að sanna það. Kaupmáttarvísitala VR sé nú á svipuðum slóðum og á seinasta ársfjórðungi 2005 og verði að hækka um rúm 10% til að ná sínu hæsta gildi sem verði eftir 4 ár miðað við sömu þróun og hafi verið frá 2010

„Frammámenn, vinsamlegast hættið því að tala um þetta kaupmáttarmet, það lætur fólki eins og mér bara líða eins og það hafi misst af einhverju. Ég skal láta ykkur vita þegar ég skipti Golden Rose snyrtivör­unum og Hydrofil andlitskreminu mínu út fyrir dýrari merki,“ segir Bryndís og síðan:

„Það má svo alveg nöldra yfir því hvernig VR hvetur sína félagsmenn til þess að kjósa með verkfalli. Þetta verkalýðsfélag hefur á liðnum árum hvatt félagsmenn sína til að semja sjálfir við sína yfirmenn en nú eiga allir að fara í verkfall. Þrátt fyrir að verkfallssjóðir VR standi í milljörðum þá eru félagsmenn margir og lítið til skiptanna. 10% vantar enn upp á að ég nái að slá fyrri kaupmáttarmet og því hef ég ekki efni á að fara í verkfall. Væri ekki líka nær að finna upp á einhverjum nýjum kröfuleiðum sem ekki hefðu það í för með sér að allir töpuðu? Félagar í VR eru flestir í þjónustustörfum svo það væri hægt að blása til svitalyktardags, ljótu­fataviku, hvísldags og eitthvað í þeim dúr. Kíliði á þessa samninga með ferskum hugmyndum!“

Hér er klassískum átakamálum lýst af tveim­ur einstaklingum sem báðir skipa sér hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum. Galdur Sjálfstæðisflokksins hefur verið að beina þessum sjónarmiðum í einn farveg í þágu þjóðarheildarinnar . Missi kjósendur trú á að það takist á vettvangi flokksins er hætta á feraum, ekki fyrir flokkinn heldur þjóðina.

IV .

Þeir sem fylgjast með stjórnmálum á erlendum vettvangi sjá að þar er miklu harðar sótt að stjórnmálamönnum í fjölmiðlum en hér á landi. Eftir að úrslit lágu fyrir í bresku þingkosningunum þótti fyrrverandi forystumönnum flokkanna sem töpuðu eðlilegt að ganga fram fyrir skjöldu og segja skoðun sína án þess að á þá yrði ráðist vegna aldurs þeirra eða fyrri starfa.

David Miliband, bróðir Eds fráfarandi flokksformanns, sagði kosningabaráttuna undir forystu bróður síns misheppnaða og stefnuna ranga. David Steel, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins, skrifaði grein og tíundaði dæmi sem hann taldi til marks um að Nick Clegg, fráfarandi flokks­formaaur, hefði haldið svo illa á málum að flokkurinn fékk hina verstu útreið.

Fyrir þingkosningarnar dulbjuggu fjöl­mialamenn sig og gengu á fund tveggja frambjóðenda, fyrrverandi ráaherra, Malc­olms Rifkinds úr Íhaldsflokknum, og Jacks Straws úr Verkamannaflokknum, og báðu þá að verða hagsmunaverði gervifyrirtækis. Hinir gamalreyndu stjórnmálamenn bitu á agnið og voru afhjúpaðir sem móttakendur „cash for access“, það er að þeir þægju fé fyrir að tryggja fjársýslumönnum aðgang að því sem gagnaðist þeim. Í fyrstu gripu stjórnmálamennirnir til varna en stóðu ber­skjaldaðir og hættu við að bjóða sig fram til endurkjörs.

Þetta eru nýleg dæmi frá Bretlandi. Í öllum tilvikum voru stjórnmálamennirnir sem um ræðir sannfærðir um að þeir hefðu ekki gert neitt af sér. Þeir áttuðu sig hins vegar á að stjórnmálastarf snýst ekki um hag einstaklinganna sem sinna því heldur framgang stefnunnar sem er boðuð. Um leið og hún er sett í annað sæti eða hana er alls ekki að finna sitja stjórnmálamenn eins lengi og þeim er frekast sætt og telja sig yfir stefnuna og flokkinn hafna.