Vetrarhefti Þjóðmála er komið út

Vetrarhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Í blaðinu er sem fyrr mikið af áhugaverðu efni.

Halldór Benjamín Þorbergsson, Konráð S. Guðjónsson, Gunnar Páll Pálsson og Ásgeir Jónsson fjalla um kjarasamninga og kjaramál í sérstökum greinaflokki

Katrín Atladóttir borgarfulltrúi fjallar um mikilvægi þess að kenna forritun í auknum mæli í skólum

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ræðir um þau mál sem drifið hafa á daga hennar í embætti, jafnréttismál, umhverfismál og fleira í ítarlegu viðtali.

Björn Bjarnason fjallar um stjórnarafmæli ríkisstjórnarinnar og veiklaða stjórnarandstöðu í reglulegum dálki sínum, Af vettvangi stjórnmálanna.

Hallur Hallsson fjallar um störf sín á fjölmiðlum í gegnum tíðina.

Fredrik Kopsch fjallar um lærdóminn sem má draga af sænska húsnæðismarkaðnum.

Chelsea Follet fjallar um það hvernig miðstýring ráðstjórnarríkjanna leiddi af sér skelfilegt kynjamisrétti.

Birtur er íslenskur útdráttur úr skýrslu Hannesar H. Gissurarsonar; um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins.

Gunnar Björnsson fjallar um heimsmeistaraeinvígið í skák sem haldið var í London í nóvember.

Birt ávarp sem Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka og stjórnarformaður SFF flutti á hinum árlega SFF-degi.

Endurbirt er grein sem Nils Svenningsen, fv. ráðuneytisstjóri danska utanríkisráðuneytisins, skrifaði í maí 1984 um það hvernig Íslendingar sögðu sig úr danska konungsdæminu.

Að venju eru birtir nokkrir bókadómar. Friðjón R. Friðjónsson fjallar um bókina Ærumissir eftir Davíð Loga Sigurðsson. Magnús Þór Hafsteinsson fjallar um bókina Milli steins og sleggju, Saga Finnlands eftir Borgþór Kjærnested. Björn Jón Bragason fjallar um bókina Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918 eftir Gunnar Þór Bjarnason

 

Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 5.550 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is. Þá fæst ritið einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.