„Út á landi er fullt af fólki sem á ekki tölvu“

Það vakti athygli á síðasta ári þegar þáttastjórnandi á RÚV velti því upp hvort það væri ekki bara betra fyrir íbúa Fjarðarbyggðar að flytja til Reykjavíkur í stað þess að byggja snjóflóðavarnir á svæðinu. Í afsökunarbeiðni sinni velti hann því síðan fyrir sér hvort það væru yfir höfuð fjöll á Selfossi.

Þetta rifjaðist upp fyrir Þresti þegar hann sá þetta áhugaverða innlegg Heiðu Maríu Sigurðardóttur, lektors í sálfræði við Háskóla Íslands og eiginkonu eins þingmanna Pírata. Innleggið er skrifuð sem færsla inn á hið þekkta Pírataspjall. Lektorinn fjallar þar um mikilvægi þess að Píratar taki „kynningu og „PR“ alvarlega“ og bætir við þessum gullmola; „Út á landi er fullt af fólki sem á ekki tölvu, les bara Moggann og fær úr honum upplýsingar um að Píratar séu annað hvort vitleysingar eða brjálæðingar, nema hvort tveggja sé.“

Já, það er vandlifað á landsbyggðinni – í það minnsta í augum þeirra sem lifa og starfa miðsvæðis í Reykjavík.