Vorhefti Þjóðmála er komið út

Vetrarhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Tímaritið er að venju fullt af góðu og vönduðu efni.

Agnes Bragadóttir blaðamaður fjallar í viðtali við Þjóðmál um samskiptin við forystufólk í stjórnmálum og viðskiptum. Hún fjallar einnig um hlutverk fjölmiðla, mörk þess að vera hlutlaus og sanngjarn, um samskiptin við ritstjóra og málið sem hún vann fyrir Hæstarétti um vernd heimildarmanna.

Björn Bjarnason fjallar í föstum pistli sínum, Af vettvangi stjórnmálanna, um óvægna gagnrýni á stjórnmálaflokka og uppnámið sem varð í kjölfar úrskurðar siðanefndar RÚV.

Örn Arnarson fjallar um tillögu Viðreisnar um „gagnkvæmar gengisvarnir“ Íslands og ESB.

Hannes G. Sigurðsson fjallar um mikilvægi þess að breyta umgjörð og skipulagi kjarasamninga á Íslandi.

Óli Björn Kárason fjallar um ástríðustjórnmálamanninn Ólöfu Nordal.

Svavar Halldórsson fjallar um landbúnað nýrra tíma og forystuhlutverk Sjálfstæðisflokksins.

Hannes H. Gissurarson fjallar um óvönduð vinnubrögð Jóns Ólafssonar heimspekings.

Fjallað er í myndmáli um nýja bók Hannesar H. Gissurarsonar um frjálslynda íhaldsmenn.

Fjallað er um ævi og störf Hjalta Geirs Kristjánssonar húsgagnaarkitekts og þau áhrif sem hann hafði meðal annars á alþjóðaviðskipti á Íslandi.

Í Þjóðmálum er líka fjallað um skák, menningu og fleira.

Gunnar Björnsson fjallar Íslandsbikarinn og fimmtánda íslenska stórmeistarann í skák.

Ari Jónsson birtir smásöguna Kona á vakt sem gerist á Sovéttímanum.

Ísrael Daníel Hanssen fjallar um tilraunir Harry Houdini í töfraheimi kvikmyndanna.

Magnús Lyngdal Magnússon fjallar um þrettándu sinfóníu Shostakovítsj um Babí Jar.

Birtir eru bókadómar að venju;

Atli Harðarson fjallar um þrjár bækur sem innhalda nýfengna vitneskju um eftirlit sem menn hugðu ómögulegt í árdaga netsins.

Vilhjálmur Egilsson fjallar um bókina Styttri eftir Alex Soojung-Kim Pang sem nýlega kom út í þýðingu Söru Lindar Guðbergsdóttur.

Birtur er kafli úr nýrri bók eftir Jordan Peterson, Út fyrir rammann – Tólf lífsreglur.

 

Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 6.000 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is. Þá fæst ritið einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.