Vorhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Í blaðinu er sem fyrr mikið af áhugaverðu efni.
Hildur Sverrisdóttir, Davíð Þorláksson Þórlindur Kjartansson og Laufey Rún Ketilsdóttir skrifa áhugaverðan greinaflokk um Sjálfstæðisflokk framtíðarinnar í tilefni af 90 ára afmæli flokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fer í ítarlegu viðtali yfir stöðu Sjálfstæðisflokksins á 90 ára afmæli flokksins, mikilvægi þess að hann svari kalli um nýja tíma og nýjar áherslur og störf sín sem þingmaður. Þá fjallar Áslaug Arna um þær áherslur sem hún hefur lagt á menntamálin og þörfina á því að menntakerfið taki framförum.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, fjallar um auðlindanýtingu og hlutverk ríkisins í henni.
Björn Bjarnason fjallar um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og umræðu um þriðja orkupakkann í föstum dálki sínu, Af vettvangi stjórnmálanna.
Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fjallar um einn helsta hugsuð jafnaðarstefnunnar, John Rawls.
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, fjallar um GAMMA Reykjavíkurskákmótið.
Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um rekstur og pólitíska slagsíðu vefmiðilsins Kjarnans.
Birt ávarp sem Margrét Sanders, fráfarandi formaður Samtaka verslunar og þjónustu, flutti á aðalfundi samtakanna nýlega.
Chelsea Follett fjallar um það hvernig frjálsir markaðir bæta líf kvenna úti um allan heim í ítarlegri ritgerð.
Að venju eru birtir nokkrir bókadómar og annað áhugavert efni.
Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 5.855 á ári.
Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.