Nýjasta hefti Þjóðmála er komið út

Sumarhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Tímaritið er að venju fullt af góðu og vönduðu efni.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fer í viðtali yfir stöðu efnahagsmála, útlitið fram undan, mögulegt brotthvarf verðtryggingar af íslenskum heimilum, fjárfestingu í innviðum og fleira. Þá svarar hann spurningum um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umdeild ummæli sín um hagsmunahópa frá því í vor.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fjallar um brostnar vonir þeirra sem aðhyllast sósíalisma og mikilvægi þess að hægrimenn haldi umræðu um frjálst markaðshagkerfi á lofti.

Svanhildur Hólm Valsdóttir fjallar um áherslur atvinnulífsins og nýlega viðhorfskönnun sem Viðskiptaráð gerði á meðal félagsmanna í aðdraganda kosninga.

Björn Bjarnason fjallar um stöðuna og þjóðfélagsumræðuna í aðdraganda kosninga.

Fjórir frambjóðendur skrifa greinaflokk í aðdraganda alþingiskosninga. Bergþór Ólason skrifar um orkunotkun og lífsgæði, Birgir Ármannsson skrifar um breytingar á stjórnarskrá, Hanna Katrín Friðriksson skrifar um afturför heilbrigðiskerfisins undir núverandi stjórn og Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar um atvinnumál.

Finnur Thorlacius Eiríksson fjallar um ásakanir um meinta aðskilnaðarstefnu í Ísrael.

Sigurður Már Jónsson fjallar um fjölmenningu og nýjan kenningarheim.

Í Þjóðmálum er líka fjallað um skák, menningu og fleira.

Helgi Áss Grétarson fjallar um skáksumarið og heimsbikarmót FIDE.

Ísrael Daníel Hanssen fjallar um Berlínarmúrinn í bíómyndum.

Magnús Lyngdal Magnússon fjallar um Humperdinck og óperuna Hans og Grétu.

Birt eru tvö ljóð í þýðingu Atla Harðarsonar.

Geir Ágústsson fjallar um hinar tvær fylkingar þjóðmálaumræðunnar og bók Thomas Sowell, A Conflict of Visions.

Þá er fjallað um tilraunir til að slaufa Jordan Peterson, stöðu Íslands í barnfóstruvísitölunni, vindla og fleira.

 

Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 6.000 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is. Þá fæst ritið einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.