Hvað eiga Vilhjálmur Þorsteinsson, athafnamaður, eigandi félaga í skattaskjólum og fyrrverandi gjaldkerfi Samfylkingarinnar, Illugi Jökulsson, rithöfundur og dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu og Birna Þórðardóttir, leiðsögumaður og fjölmiðlakona, sameiginlegt?
Fátt varð um svör hjá Þresti.
Spyrjandinn lagði þá fram mynd sem var tekinn í gær þegar nokkrir tugir mótmælenda komu saman á Austurvöll.
Og viti menn: Vilhjálmur, Illugi og Birna hafa sameinast um eina tunnu til að berja á. Auðmaðurinn sem nýtir sér skattaskjólslönd, rithöfundurinn sem sinnir dagskrárgerð og konan sem nefnd hefur verið drottning andófsins, hafa þannig tekið höndum saman við að mótmæla ríkisstjórn og krefjast kosninga.
Það er því a.m.k. augljóst að Illugi og Birna eru ekki að mótmæla skattaskjólum heldur fyrst og síðast ríkisstjórn stjórnmálaflokka sem þau hafa aldrei stutt. Vilhjálmur mótmælir auðvitað aldrei skattaskjólum og varla fordæmir hann aðra fyrir að gera það sama og hann.