Ráðstefna: Frelsi og framtíð

Alþjóðlegu samtökin Students for Liberty á Íslandi standa fyrir ráðstefnu föstudaginn 6, september sem ber yfirskriftina Frelsi og framtíð. Þetta er sjötta árið í röð sem Students of Liberty standa fyrir ráðstefnu hér á landi. Í fyrra sóttu um 150 manns ráðstefnuna og í ár er áætlaður fjöldi um 400.

Hugtökin um frelsi og framtíð eru mörgum hugarefni og því mikilvægt að efla til umræðu um þau. Á ráðstefnunni takast fyrirlesarar frá nokkrum löndum á við þessi hugtök frá mismunandi sjónahornum.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Daniel J. Hannan, evrópuþingmaður Breta og einn af aðal stuðningsmönnum Brexit herferðarinnar. Heiðursgestur ráðstefnunnar er Davíð Oddson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri Morgunblaðsins. Aðrir sem koma fram eru meðal annars; Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og Edvard P. Stringham, forseti American Institute for Economic Research, en hann var valinn einn af áhrifamestu hagfræðingum heims árið 2017.

Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis, en þar sem takmörkuð sæti verða í boði, hvetjum við áhugasama til þess að skrá sig sem fyrst.⁣
Skráning fer fram HÉR.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við American Institute for Economic Research og Þjóðmál, tímarit um stjórnmál og menningu.