Vorhefti Þjóðmála er komið út

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Mynd: HAG).

Vorhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fjallar um viðbrögðin við kórónuveirunni, mikilvægi markaðshagkerfisins, áhrif embættismanna, umhverfið í stjórnmálum, stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og fleira í ítarlegu viðtali.

Þórlindur Kjartansson, Guðmundur Hafsteinsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Sigríður Mogensen fjalla um mikilvægi nýsköpunar í tveimur greinum.

Björn Bjarnason setur vandræðalega uppákomu á fundi Norðurlandaráðs árið 1974 í sögulegt samhengi í reglulegum pistli sínum Af vettvangi stjórnmálanna.

Gísli Freyr Valdórsson fjallar um áhrif skattabreytinga á millitekjuhópa.

Dálkahöfundurinn Fjölnir fjallar um stórýktar fréttir af andláti kapítalismans.

Fredrik Kopsch fjallar um lágtekjufjölskyldur sem eru útilokaðar frá húsnæðismarkaði.

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari fjallar um völd embættismanna og stjórnmálamanna í ritgerð um stjórnskipan og embættisvald.

Kjartan Fjeldsted fjallar um bók Eric Hobsbawm, Öld öfganna, og þróun stjórnmála á 20. öld.

Gunnar Björnsson fjallar um áskorendamótið í Rússlandi sem var stöðvað í miðjum klíðum með ófyrirséðum afleiðingum.

Magnús Örn Gunnarsson fjallar um áhrif kórónuveirunnar á vinnumarkaðinn og breytt vinnustaðaumhverfi.

Atli Harðarson fjallar um bókina In the Shadow of Justice eftir Katarina Forrester.

Í menningarhluta blaðsins er fjallað um þætti Egils Helgasonar, Siglufjörður – saga bæjar, um Íslendinga og Óskarsverðlaunin og rússneska tenórsöngvarann Sergej Lemeshev.

 

Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 5.855 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is. Þá fæst ritið einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.