Sumarhefti Þjóðmála er komið út

Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í ítarlegu viðtali í sumarhefti Þjóðmála.

Sumarhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Í blaðinu er sem fyrr mikið af áhugaverðu efni.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, er í ítarlegu viðtali um mótun menntastefnu, mikilvægi kennara, árangur okkar í efnahagsmálum á liðnum árum, evruna, stöðu Íslands í Evrópusamstarfinu og margt fleira.

Björn Bjarnason fjallar um umrót í íslenskum stjórnmálum vegna þriðja orkupakkans.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um framleiðni og forsendur betri lífskjara.

Erlendur Hjaltason skrifar minningarorð um Hörð Sigurgestsson, fv. forstjóra Eimskips.

Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fjallar um einn hugsuð jafnaðarstefnunnar, Thomas Piketty.

Pétur Magnússon fjallar um fyrirhugaðan sykurskatt og möguleg áhrif hans.

Fredrik Kopsch fjallar um pólitísk afskipti af leigumarkaði og hvort þau séu nauðsynleg.

Gunnar Björnsson fjallar um skákkennslu í skóla og átök í norskum skákheimi.

Björn Jón Bragason fjallar um heimsókn sína til Maríusystra í Darmstadt.

Fjölnir hefur göngu sína á ný og fjallar um seðlabankastjóraskipti. 

Sigurður Már Jónsson fjallar um Kjarnann í umræðunni.

Kai Wess fjallar um sannleiksgildi hins ­norræna sósíalisma.

Í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá stofnun NATO endurbirtir Þjóðmál grein eftir Ólaf Egilsson sendiherra þar sem fjallað er um aðkomu Íslands að stofnun bandalagsins.

Að auki eru birtir kvikmynda- og bókadómar.

Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 5.855 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.