Eins og unglingur sem er fastur á gelgjunni

Margrét Frímannsdóttir, fyrsti formaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðnar skoðanir á stöðu síns gamla flokks. Í forsíðuviðtali við DV í byrjun desember segir Margrét, dapurlegt að horfa á stöðuna:

„Ég hef í sjálfu sér fátt annað um Samfylkinguna að segja en að hún er ekki á góðum stað. Flokkurinn er eins unglingur sem er fastur á gelgjunni. Fer ekkert áfram. Það er mjög nauðsynlegt að Samfylkingin taki sig saman í andlitinu og fari að ákveða hvert hún stefnir, því í dag þá sér maður það ekki. Það er eitthvað að og skilaboðin komast ekki út til fólksins. Þessi flokkur er of verðmætur til að vera í þessari stöðu.”

Margrét virðist ekki hafa mikla trú á Árna Páli Árnasyni, sitjandi formanni Samfylkingarinar. Hún telur að formaðurinn verði að íhuga stöðu sína vel og sendir honum svo skilaboð og gefur honum ráðleggingu:

„Maður hangir ekki eins og hundur á roði á einhverju sem sem maður ræður ekki við.”