Atlagan að séreignastefnunni

Séreignastefnan og fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar borgaralegs samfélags. Þetta vita sósíalistar og þess vegna eru þeir á móti séreignastefnunni og hafa engan skilning á löngun einstaklinganna að standa á eigin fótum með því að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði sitt og sinna. Borgarfulltrúi Samfylkingar hefur haldið því fram að séreignastefnan sé stórhættuleg og að nauðsynlegt sé að skapa annan valkost. Atlagan að séreignastefnunni er hluti af langvinnum átökum um samfélags-gerðina, þar sem takast á öfl stjórnlyndis og frjálslyndis, sameignarsinna og séreignasinna. Markmið er að grafa undan grunngildum samfélags sem byggist á frjálsum viðskiptum og frelsi einstaklingsins þar sem ríkið er verkfæri borgaranna en ekki þegnar ríkisvaldsins.

Óli Björn Kárason skrifaði í vorhefti Þjóðmála um séreignastefnuna og stefnu félags- og húnsnæðismálaráðherra.

[pdf_attachment file=“1″ name=“Séreignastefnan“]