Vetrarhefti Þjóðmála er komið út

Vetrarhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um aðdraganda og gerð Lífskjarasamningsins, hina hugmyndafræðilegu baráttu sem á sér stað um markaðshagkerfið og margt fleira í ítarlegu viðtali.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fjallar um samvinnuleið við uppbyggingu innviða.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, fjallar um framlög til heilbrigðismála í alþjóðlegum samanburði.

Halla Sigrún Mathiesen, formaður SUS, fjallar um stöðu Íslands gagnvart Norðurlöndunum.

Björn Bjarnason fjallar um stjórnarskrárfélag í kreppu og þingstörfin undanfarið í reglulegum pistli sínum Af vettvangi stjórnmálanna.

Dálkahöfundurinn Fjölnir fjallar um Kóbra-áhrifin og ákvörðunartöku stjórnmálamanna.

Kjartan Fjeldsted fjallar um popúlisma, evruna og hugsanlega aðild að ESB.

Dov Lipman fjallar um sögu og árangursleysi sniðgöngu Araba á hendur Ísrael.

Gísli Freyr Valdórsson fjallar um hina árlegu Oxfam skýrslu og viðbrögð við henni.

Birt er ávarp sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, flutti á SFF-deginum.

Fjallað er um stjórnmálaleiðtoga og vindla í Vindlakassanum.

Að venju eru birtir bókadómar. Stefán Einar Stefánsson fjallar um bókina Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason og Atli Harðarson fjallar um bókina The Third Pillar eftir Raghuram Rajan.

Magnús Lyngdal Magnússon fjallar um þýska tónskáldið Ludwig van Beethoven í pistli um klassíska tónlist.

Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 5.855 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is. Þá fæst ritið einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.