Vetrarhefti Þjóðmála er komið út

Vetrarhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Tímaritið er að venju fullt af góðu og vönduðu efni.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, ræðir í ítarlegu viðtali um uppbyggingu hagkerfisins í kjölfar Covid-19 faraldursins, um samkeppnishæfni Íslands og hlutverk hins opinbera. Þá ræðir hann einnig um störf sín í framkvæmdahópi um losun gjaldeyrishafta og loks fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, fjallar um mikilvægi þess að koma fjármálum hins opinbera á réttan kjöl á ný.

Eyþór L. Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fjallar um borg fyrir fólkið og möguleikana sem eru til staðar í Reykjavík.

Andrew Doyle, dálkahöfundur á Spiked, fjallar um það hvernig vinstrimenn bjuggu til grýlu úr Jordan Peterson.

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari fjallar um fullveldismál eftir aldarfjórðung EES-samstarfsins.

Jóhann J. Ólafsson lögfræðingur fjallar um stjórnarskrána í samanburði við nágrannaríki okkar.

Dálkahöfundurinn Fjölnir fjallar um stöðu hins opinbera og blæðandi sár ríkissjóðs.

Fjallað er um útgáfu seðlabanka á rafmyntum og hvað hún hefur í för með sér.

Fjallað er um málefni Tyrklands, sem skyndilega hefur viljað vingast við Ísrael.

Birt er ræða Ólafs Ragnars Grímssonar við setningu Alþingis, 1. október 2011, þar sem hann gaf tillögum stjórnlagaráðs falleinkunn.

Birt er samantekt um herferð Seðlabankans gegn útgerðarfélaginu Samherja.

Í Þjóðmálum er líka fjallað um menningu og margt fleira.

Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur fjallar um Lewistaflmennina og Íslandskenninguna.

Magnús Lyngdal Magnússon sagnfræðingur skrifar um klassíska tónlista og fjallar um Lorin Varencove Maazel og Mahler.

Ísrael Daníel Hanssen sagnfræðingur fjallar um fyrstu tilraunaútsendingar Ríkissjónvarpsins.

Birtir eru bókadómar að venju;

Stefán Einar Stefánsson fjallar um bókina Uppreisn Jóns Arasonar eftir Ásgeir Jónsson.

Atli Harðarson fjallar um bókina Antisocial Media eftir Siva Vaidhyanathan.

 

Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 6.000 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is. Þá fæst ritið einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.