Rannsóknir hrunmála

Eggert Skúlason: Andersen skjölin. Rannsóknir eða ofsóknir? Almenna bókafélagið, Reykjavík 2015, 252 bls.Andersenskjölin-175x276

Í kynningu á bókarkápu segir: „Brottrekstur Gunnars Andersen forstjóra fjármálaeftirlitsins og í kjölfarið fangelsisdómur Hæstaréttar yfir honum er fordæmalaus kafli í íslenskri réttarsögu.“ Þarna er kjarna bókarinnar eftir Eggert Skúlason, ritstjóra DV lýst. Því miður tókst honum ekki að fá hlið Gunnars milliliðalaust í samtali eða tölvusamskiptum heldur er bókin reist á skjölum, frásögnum fjölmiðla og samtölum Eggerts við á fimmta tug manna. Lesandinn er skipulega leiddur til niðurstöðu sem, eins og höfundur segir, varpar ljósi á aðeins brot af því sem hann kallar „rannsóknargleði“ eftir hrun.

Efast má um að nokkrum þyki gleðiefni að kynnast því sem í ljós hefur komið um innviði banka­ og fjármálaheimsins eftir að rannsóknir hófust. Eggert minnir á hin dapurlegu ummæli sem Páll Hreinsson hæstaréttardómari og Tryggvi Gunnarsson, umboðs maður alþingis, létu falla eftir að þeir höfðu starfað í rannsóknarnefnd alþingis. Tryggvi sagði á blaðamannafundi í janúar 2010 að hann hefði oft verið gráti næst yfir upplýsingum sem nefndin fékk. Taldi hann hyggilegast að „gefa tveggja daga frí í samfélaginu“ eftir að skýrslan birtist til að fólki gæfist tóm til að lesa hana.

Samfélagið stóð birtingu þessarar skýrslu af sér en andrúmsloftið var lævi blandið og krafan um uppljóstranir miklar. Pendúllinn í samfélagsumræðunni sló í öfuga átt við það sem var á tíma Baugsmálsins á árunum 2002 til 2008 þegar öflugir fjársýslumenn, fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn sameinuðust að baki þeirri skoðun að Baugsmenn sættu pólitískum ofsóknum undir yfirvarpi ásakana um efnahagsbrot. Er ekki nokkur vafi á að allur áróðurinn til að hvítþvo Baugsmenn átti ríkan þátt í oflátungshættinum og glannaskapnum sem einkenndi þá sem töldu sér trú um að þeir rækju besta banka í heimi en sitja nú á bakvið lás og slá.

Allt er þetta sorgarsaga og einn kafli hennar birtist í þessari bók. Höfundur hefur sagt að hann rói á móti straumnum með ritun hennar. Að honum hefur verið vegið úr ýmsum áttum vegna verks hans. Hvað sem því öllu líður stendur bókin fyrir sínu.

Í lögum um sérstakan saksóknara frá 11. desember 2008 segir að rannsóknar­ og ákæruheimildir embættisins taki meðal annars til efnahags­, auðgunar­ og skattabrota, þar með talið brota sem rannsökuð hafa verið af fjármálaeftirlitinu og vísað hefur verið til lögreglu. Fjármálaeftirlitinu er lögum samkvæmt skylt að athuga rekstur eftirlitsskyldra aðila svo oft sem þurfa þykir. Aðilunum er skylt að veita fjármálaeftirlitinu aðgang að öllu bókhaldi sínu, fundargerðum, skjölum og öðrum gögnum í vörslu þeirra er varða starfsemina og fjármálaeftirlitið telur nauð sýnilegan. Vegna starfsemi sinnar getur fjármálaeftirlitið gert vettvangskannanir eða óskað upplýsinga á þann hátt og svo oft sem það telur þörf á. Ef eftirlitsskyldur aðili eða einstaklingar og lögaðilar hafa að mati fjármálaeftirlitsins með refsiverðum hætti gerst brotlegir við lög eða reglur sem fjármálaeftirlitinu er falið að framfylgja og brot eru meiri háttar ber fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Aðgerðum fjármálaeftirlitsins samkvæmt þessari grein verður ekki skotið til dómstóla.
Í bók Eggerts Skúlasonar er lýst hvernig farið var með þetta mikla vald fjármálaeftirlitsins á meðan Gunnar Andersen veitti því forstöðu frá 3. apríl 2009 til 1. mars 2012. Sagt er frá svörtum lista yfir þá sem rannsaka átti.

Um svipað leyti og Gunnar var ráðinn í hið ábyrgðarmikla starf beindist þjóðarathygli að Evu Joly, fyrrverandi rannsakanda efnahagsbrota í Frakklandi. Strax eftir hrun bankanna vaknaði hugmynd innan Háskóla Íslands um að bjóða Evu Joly hingað til lands til að flytja fyrirlestur um reynslu sína sem rannsóknardómari. Ekki varð af því en Eva Joly kom hins vegar hingað snemma í mars 2009 í sjónvarpsþátt Egils Helgasonar Ekki liðu tveir sólarhringir frá þættinum þar til Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, réð hana til starfa sem ráðgjafa Eva Joly flutti jafnframt fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík.

Ekkert var óeðlilegt við að kalla á Evu Joly til landsins í því skyni að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Var hún í hópi margra útlendinga sem létu ljós sitt skína vegna þess sem hér hafði gerst og veittu ráð um leið úr vandanum. Hennar sérsvið laut að störfum rannsakenda efnahagsbrota og kom margt af því sem hún sagði heim og saman við reynslu þeirra sem unnu að rannsókn Baugsmálsins Reynslan af því máli var einmitt ein helsta ástæðan fyrir að ákveðið var að koma á fót embætti sérstaks saksóknara.

Eggert Skúlason segir (bls. 32) frá komu Evu Joly til landsins og fer ekki rétt með staðreyndir ef marka má það sem Egill Helgason segir á vefsíðu sinni Silfri Egils. Honum hafi einum komið til hugar að kalla Evu Joly í þátt sinn en það hafi ekki verið gert að hvatningu Jóns Þórissonar arkitekts eða Sigurðar Gísla Pálmasonar og Björns Jónassonar. Kann Eggert í frásögn sinni að rugla saman lýsingu á komu Evu Joly til landsins og því sem gerðist í þann mund sem hún lauk formlega störfum fyrir íslensk stjórnvöld og bauð hinn 13. október 2010 til kveðjuhófs í Norræna húsinu. Þar voru meðal gesta þeir sem nefndir eru hér að ofan Í hófinu kynnti Jón Þórisson að hann og aðrir hefðu ákveðið að koma á fót fjölþjóðlegri stofnun með nafni Evu Joly.

Strax eftir að Eva Joly hafði sagt af sér störfum ráðgjafa fyrir íslenska ríkið hóf hún stjórnmálaafskipti hér á landi Hún sat blaðamannafund með Björk Guðmundsdóttur í Norræna húsinu og mótmælti fjárfestingu Magma í HS Orku, taldi þar meira að segja þörf á sakamálarannsókn ofan á allar lögfræðilegar athuganir af hálfu stjórnvalda Sunnudaginn 17. október 2010 sat Eva Joly síðan fyrir svörum hjá Agli í þætti hans Silfri Egils og sagði að Íslendingar ættu að ganga í Evrópu sambandið.

Margir litu þannig á í mars 2009 að Eva Joly kæmi til landsins sem hver annar erlendur gestur sem miðlaði af reynslu sinni og þekkingu og sneri síðan aftur til starfa í heimalandi sínu en vorið 2009 undirbjó Eva Joly einmitt framboð til ESB­þingsins fyrir franska græningja og náði kjöri í júní 2009 Árið 2012 fór hún síðan í forsetaframboð í Frakklandi sem misheppnaðist gjörsamlega, það er önnur saga.

Egill Helgason sagði hinn 5. ágúst 2009 á vefsíðu sinni að í mars 2009 hefðu vinstri grænir þrýst á um að Eva Joly yrði launaður ráðgjafi í tengslum við sérstakan saksóknara Egill tók þetta sérstaklega fram innan sviga: „Ég hef ekki orðið var við að Samfylkingin hafi haft sérstakan áhuga á að rannsaka hrunið, því auðvitað sat hún í ríkisstjórn í sextán mánuði fyrir hrun.“ Samfylkingarkonan Jóhanna Sigurðardóttir var forsætisráðherra í mars 2009.

Agli þótti nokkru skipta í umræðum á þessum tíma að ala á þeirri skoðun að einhvers konar sýndarmennska hefði falist í lagasetningunni um sérstakan saksóknara, embættiskjörin hefðu verið svo léleg að enginn sótti um og þá hefði Ólafur P. Hauksson, sýslumaður á Akranesi, verið „fenginn til að taka að sér embættið“. Fjárveitingin hefði aðeins verið 50 milljónir króna.

Tilgangurinn með þessum skrifum var annarlegur í augum þeirra sem vissu hið rétta í málinu en hann var hins vegar liður í söguskoðun sem hópur manna vildi að festi rótum. Áhersla ýmissa álitsgjafa á að veikja trú lesenda á að Eggert fari með rétt mál í bók sinni er reist á ótta þeirra við að vegið sé að þessari söguskoðun. Par skiptir hlutur Evu Joly miklu og einnig að Gunnar Andersen sæti ómaklegum ásökunum frá talsmönnum sökudólga vegna hrunsins.
Fyrir utan að setja rannsóknir efnahagsbrota í annað samhengi en almennt hafði haft hljómgrunn hér á landi gerði Eva Joly þjóðinni gagn með einörðum málflutningi gegn Icesave-stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Vinstri grænir og Jóhanna Sigurðardóttir kunnu Evu Joly litlar þakkir fyrir grein sem hún birti í fjórum dagblöðum í jafnmörgum löndum hinn 1. ágúst 2009 þar sem hún gagnrýndi Breta og Hollendinga harðlega fyrir framgöngu þeirra gegn Íslendingum í Icesave­málinu. Þetta var þegar ríkisstjórnin lifði enn í von um „glæsilega niðurstöðu“ undir hennar forræði í málinu.

Hluti nýju sögunnar eftir hrun var að við hefðum einhverjir verið „fýldir“ yfir komu Evu Joly til landsins. Egill Helgason fullyrti til dæmis í fyrrnefndum pistli frá 5. ágúst 2009 að með því að hrósa Evu Joly fyrir blaðagreinina um Icesave væri ég að „nudda“ mér „utan í hana“. Egill sagði einnig: „Bak við þetta er ófyrirleitin tilraun til að endurskrifa söguna, til að skapa nokkurs konar íslenska hnífstungugoðsögn sem felst í því að svikararnir séu ekki þeir sem stefndu landinu í hrun, heldur þeir sem sitja eftir í rústunum og reyna að bjarga málum.“
Þetta eru stór orð sem gefa enn til kynna hve mikil heift ríkti og langt er seilst. Eva Joly kom ekki hingað sem óhlutdrægur rannsakandi eða til að gegna launalausu hlutverki til hjálpar þjóð í vanda. Eggert Skúlason segir (bls. 137):

Starfssamningur Evu Joly við sérstakan saksóknara gilti frá 28. mars 2009 til ársloka 2010, eða í 21 mánuð. Samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins hafði Evu verið boðin starfslokagreiðsla, þar sem hún vann ekki út ráðningarsamninginn, upp á 16 þúsund evrur eða sem svarar tveggja mánaða launum en Eva var með 2.000 evrur [295.000 ísl. kr. á gengi 2. maí 2015] í laun á dag þá fjóra daga sem hún starfaði á mánuði. Hún neitaði að taka við greiðslunni. Ýmsar getgátur hafa verið um brotthvarf Evu Joly og hvort hún hafi hætt með góðu, þótt á yfirborðinu hafi allt virst leika í lyndi.

Síðar í bókinni (bls. 147) segir að tveir erlendir aðstoðarmenn Joly hafi samið tvær skýrslur, aðra um Landsbanka Íslands og hina um Íslandsbanka. Fyrir þær hafi verið greiddar tæpar 100 milljónir króna en hvorug skýrslan hafi „á nokkurn hátt komið að gagni hjá embætti sérstaks saksóknara“. Þá segir einnig: „Er því fullyrt að þessar skýrslur hafi því aldrei verið annað en peninga­ og tímaeyðsla.“ Alls er talið að kostnaðurinn við að fá Evu Joly og liðsmenn hennar til starfa fyrir íslenska ríkið hafi ekki verið undir 125 milljónum króna.
Þetta er aðeins einn þráður sem fylgt er í bókinni. Hann er sérstaklega reifaður hér til að varpa ljósi á reiði sumra álitsgjafa sem sprettur hvað eftir annað fram í umræðum um þessi mál. Þráðurinn skiptir einnig máli því að Gunnar Andersen svarar oft gagnrýni í sinn garð með vísan til varnaðarorða Evu Joly um að rannsakendur efnahagsbrota verði að búa sig undir að vegið sé að persónu þeirra og leitast við að bola þeim úr embætti.

Þegar stjórn fjármálaeftirlitsins átti ekki annan kost en að segja Gunnari upp störfum í febrúar 2012 birtist fyrsta fréttin um það að kvöldi 17. febrúar 2012 á vefsíðu Egils Helgasonar. Athugasemdir hlóðust inn á síðuna. Þar á meðal frá Þorvaldi Gylfasyni, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sem sagði um Gunnar: „Hann er einn bezti embættismaður Íslands frá öndverðu […] ef forstjórinn, sem hefur sent næstum 80 mál til sérstaks saksóknara, er rekinn á fölskum forsendum að kröfu erindreka þeirra, sem sum þessara mála snúast um, og engra annarra? Hvað ætli t.d. Eva Joly, segi um það?“

Þessi orð sýna að Gunnar var persónulega talinn hafa kært mikinn fjölda mála til sérstaks saksóknara. Þá var einnig fullyrt að „erindrekar“ þeirra sem sætt hefðu kærum eða rannsókn hefðu staðið að baki brottrekstri forstjórans. Í bókinni er hins vegar brugðið upp mynd af embættismanni sem flækist í eigin vef og er í raun sjálfum sér verstur.

Fjármálaeftirlit er nauðsynlegt. Því má á sinn hátt líkja við lögreglu með forvirkar rannsóknarheimildir. Í nafni fjármálaeftirlits veitir löggjafinn embættismönnum víðtækar, matskenndar heimildir til rannsókna og sekta. Hafi lögregla slíkar heimildir gilda almennt reglur um að hún verði að leita úrskurðar dómara áður en rannsókn hefst. Fjármálaeftirliti þarf hins vegar ekki a leita til þriðja aðila áður en rannsókn hefst á þess vegum. Taki starfsmenn eftirlitsins ákvörðun á grundvelli a gerða sinna verður niðurstöðu þeirra ekki heldur skotið annað en til dómstóla. Almenna reglan er a gert er út um mál á bakvið luktar dyr eftirlitsins. Enginn vafi er á varnaðaráhrifin yrðu meiri ef meira gegnsæi ríkti, til dæmis með birtingu nafna þeirra sem sæta sektum.

Einmitt vegna leyndarhyggjunnar sem ríkir við framkvæmd fjármálaeftirlits er eftirtektarvert a sjá frásagnir Eggerts Skúlasonar af hve hriplek stofnunin var undir stjórn Gunnars Andersens. Eggert segir (bls. 241) a við fall bankakerfisins hafi „ástarsamband“ margra fjölmiðlamanna breyst í hatur. Nafnlausir heimildarmenn innan banka og opinberra stofnana miðluðu upplýsingum til fjölmiðlamanna sem gerðust auk þess sjálfir aðgangsharðari. „Sjálfsagt þótti a birta myndir og nafngreina þá sem starfa höfðu í fjármálakerfinu við öll tilefni. Blaðamönnum, sumum oftar en öðrum, bárust upplýsingar frá heimildarmönnum, sem komu bæði innan úr embættis mannakerfinu og rannsóknarstofnunum og úr skilanefndum og síðar slitastjórnum bankanna,“ segir Eggert og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. Því fór fjarri a Gunnar Andersen hafi einn lekið til fjölmiðla.

Á málum sé leki til fjölmiðla er viðurkenndur liður í upplýsingamiðlun í opnum, frjálsum samfélögum þótt verknaðurinn sé refsiverður fyrir þá sem bundnir eru þagnarskyldu. Stundum er leki eina úrræ i til a miðla upplýsingum sem vita er að skipta miklu um framvindu mála e a eru nauðsynlegar til þess að unnt sé a fullnægja réttlætinu.
Hausti 2014 var refsingu beitt vegna lekans um Tony Omos. Í ljósi þess hve leki skiptir miklu fyrir fjölmiðlamenn má segja kaldhæðnislegt a Blaðamannafélag Íslands verðlaunaði þá félagsmenn sína sem lögðu mest á sig til að knýja fram refsingu og pólitíska afsögn vegna lekans um Omos úr innanríkisráðuneytinu. Að lekanum úr ráðuneytinu stóð aðstoðarmaður ráðherra, fyrrverandi blaðamaður á Viðskiptablaðinu, þar sem oft birtast lekafréttir án þess a stofna sé til sakamálarannsóknar.

Miða við víðtæka reynslu Eggerts Skúlasonar af störfum utan og innan fjölmiðla sem almannatengill og blaðamaður hefði verið forvitnilegt a hann seg i meira frá hvernig samskiptum fjölmiðlamanna og nafnlausra heimildarmanna er og var háttað. Dæmi sem hann nefnir um Stefán Skjaldarson skattrannsóknarstjóra er sláandi.

Athygli vakti þegar Sigmundur Daví Gunnlaugsson forsætisráðherra vék a skuggahlið fjöl­ og upplýsingamiðlunar við setningu flokksþings framsóknarmanna á dögunum og taldi erlenda kröfuhafa verja milljörðum króna til a móta umræður sér í vil. Morgunblaðið birti síðan kafla úr „fréttabréfum“ fyrir þessa kröfuhafa eftir Einar Karl Haraldsson almannatengil sem starfaði mikið a fjölmiðlamálum fyrir ýmsa ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Dæmi um stjórnarhætti Gunnars Andersens í fjármálaeftirlitinu hafa verið notuð til að mæla gegn lagabreytingum um frekari umsvif fjármálaeftirlitsins. Þær eiga rætur erlendis vegna Basel III­samkomulagsins svonefnda og innleiðingar þess á EES­svæðinu. Varnaarorð vegna breytinganna mátti t.d. sjá í grein eftir Helga Sigurðsson hrl. í Morgunblaðinu laugardaginn 2. maí 2015. Beinir hann athygli a fjölmörgum athugasemdum dómstóla, umbo smanns alþingis og persónuverndar við starfsemi fjármálaeftirlitsins á síðustu árum. Helgi finnur auk þess sérstaklega að því að úrskurðir eftirlitsins séu „hvorki kæranlegir til æðra stjórnvalds né kærunefndar eftir að slík nefnd var lögð niður fyrir nokkrum árum“. Segir hann dæmin sýna fulla þörf á slíkri kærunefnd. Jafnframt sé ástæða til að árétta að þeir einstaklingar sem þoli brot af þessu tagi eigi skýlausan rétt til skaðabóta.

Þegar um þessi mál er rætt má ekki missa sjónar á þeirri staðreynd að krafan um eftirlit og meira eftirlit á rætur að rekja til dapurlegrar reynslu. Dæmin um að við stjórn banka og annarra fjármálastofnana hætti menn að taka mið af öðru en eiginhagsmunum eru þess eðlis að eftirlitskrafan nýtur almenns stuðnings. Sagan sýnir einnig að öllum ráðum er beitt innan margra þessara stofnana til að standa skrefi framar en eftirlitsaðilinn. Hugmyndaflugið er mikið eins og þeir kynnast sem fylgjast með málaferlum fyrir íslenskum dómstólum um þessar mundir.

Eggert Skúlason hefur góð tök á efninu og sýnist ekki draga órökstuddar ályktanir. Af heimildaskrá sést að hann hefur rætt við ýmsa sem hlut eiga að máli. Ónákvæmni gætir þó eins og áður er lýst varðandi komu Evu Joly hingað í mars 2009. Frágangur bókarinnar
er góður þótt finna megi prentvillur. Megintexta fylgir nafnaskrá, ritstjórnarvinna hefur þó farið fram eftir að frá skránni var gengið því að þar er ekki alltaf vísað á rétta blaðsíðu.
Eggert Skúlason segir í bókarlok:

Mér segir svo hugur um að það ástand og sú misnotkun valds, sem átti sér stað gagnvart fjölda einstaklinga eftir hrun bankana [svo!], muni lifa með þjóðinni líkt og Guðmundar­og Geirfinnsmálið. Hér eru einungis örfá dæmi um einstaklinga sem telja sig hafa verið misrétti beitta. Málin eru miklu fleiri. Verða þessi mögulegu réttarbrot gegn mannréttindum einstaklinga rannsökuð? Opinberir aðilar hafa eytt fjármunum í ómerkilegri rannsóknir.

Jón Reynir Traustason, sem var ritstjóri eða framkvæmdastjóri DV þegar blaðið átti greiðan aðgang að fjármálaeftirlitinu, brást þannig við þessum orðum Eggerts í Stundinni fimmtudaginn 30. apríl að Eggert hvetti til opinberra rannsókna á mannréttindabrotum enda stæðu þeir menn að Almenna bókafélaginu, útgefanda Eggerts, sem ættu harma að hefna. Í niðurlagskafla bókarinnar líkti Eggert stöðu þeirra sem voru rannsakaðir eftir bankahrunið við stöðu sakborninga í Guðmundar­ og Geirfinnsmálinu.

Að líkja því sem gerst hefur í réttarsalnum vegna hrunmála við Guðmundar­ og Geirfinnsmál er ógerlegt enda gerir Eggert Skúlason það ekki heldur veltir fyrir sér hvort málin lifi jafnlengi í umræðunum.

Þeir sem hlut eiga að málum sem eiga uppruna sinn í fjármálaeftirlitinu hafa að jafnaði fjárhagslega burði til að ráða sér lögmann eða jafnvel hóp lögmanna til að gæta réttar síns.Þá eru öll mál sem sérstakur saksóknari höfðar reifuð til hlítar fyrir dómstólum og látið reyna á allt sem verjendur telja veika punkta hjá ákæruvaldinu. Að bera stöðu sakborninga í þessum málum saman við það sem var í Guðmundar­ og Geirfinnsmálum er fráleitt.

Umræður um Guðmundar­ og Geirfinnsmál halda áfram af því að þar finnst mörgum að réttvísin hafi níðst á sakborningum. Þeir eigi harma að hefna af því að þeir hafi ekki haft burði til að bera hönd fyrir höfuð sér.

Spyrja má: Hver eru rökin fyrir að einhver þeirra sem hefur hlotið dóm eða hljóta mun dóm vegna saknæms atferlis í tengslum við bankahrunið vilji halda lífi í umræðum um málið? Telur einhver sig hafa sóma af sínum hlut vegna sakleysis síns? Spurningum sem þessum er ekki unnt að svara hér og nú.

Lifi hrunmálin í umræðum þegar fram líða stundir verður bók Eggerts Skúlasonar, Andersen skjölin — Rannsóknir eða ofsóknir? meaal þess sem til veraur vitnaa. Hinn serstæai embættisferill Gunnars Andersens og endalok hans eru veraugur efniviaur í bók. Annaa mun þó bera hærra vegna hrunmálanna: dómarnir yfir þeim misnotuau í aastöau sína í fjármálastofnunum á refsiveraan hátt.

Joly, Garzon og Andersen

Leiðrétt slúður og rangfærslur er heitið á pistli sem Egill Helgason sjónvarpsmaður birti á vefsíðu sinni Silfri Egils að kvöldi sunnudags 3. maí 2015 vegna bókarinnar Andersen skjölin. Egill tók sig til og skrifaði pistilinn með þessu fororði: „mann langar helst ekki að eyða orðum á skrif eins og birtast í bókinni, en stundum verður að gera fleira en gott þykir“.
Egill segir að „fáránlegasta slúaursaga bókarinnar“ sé „að haldið hafi verið samsæti til þess að safna fé til að bera í Evu Joly“. Slíkt geti maður ekki elt ólar við, svona skrif séu „einungis sett fram í þeim tilgangi að rugla“.

Eggert Skúlason svarar Agli fullum hálsi á FB­síðu sinni þriðjudaginn 5. maí 2015 og segir:
Undarleg umræða hefur orðið um bókina Andersen skjölin sem kom í verslanir fyrir viku. Egill Helgason hefur ráðist gegn bókinni og sagt hana uppfulla af rangfærslum. Hann hefur ekki lesið hana. Hann er að vitna til fréttar sem birtist á Eyjunni sem var unnin upp úr bókinni. Þar þykist Egill hrekja staðreyndir sem koma fram. Það gerir hann ekki. Það er staðreynd að Egill Helgason sat stórveislu í norska sendiráðinu með hinni norsk­frönsku Evu Joly. Það er staðreynd að fjáröflun vegna Evu Joly fór fram og þar beitti ser mest bókaútgefandinn og bróðir Ögmundar Jónassonar. Hér er átt við Björn Jónasson og eg ræddi við fólk sem hann bankaði upp á hjá með undirskriftalista.

Í bókinni segir Eggert að Jón Þórisson arkitekt og svili Ögmundar Jónassonar alþingismanns hafi fengið Egil Helgason til að bjóaa Evu Joly í sjónvarpsþátt sinn. Auk Jóns hafi Sigurður Gísli Pálmason, gjarnan kenndur við Hagkaup, og Björn Jónasson verið „aðalhvatamenn“ að komu Evu Joly til landsins.

Af þessu tilefni segir Egill:

Hann heldur því fram að auamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason hafi verið á bak við þetta. Nú er Sigurður Gísli mætur maður, hann lætur sig ýmis samfelagsmál varða og komst að mestu óskaddaður úr hruninu. Hann er ágætur felagsskapur. En þetta er reyndar svolítið merkileg kenning í ljósi þess að Sigurður er mágur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Það er serkennilegt að Egill vilji skrifa Sigurð Gísla frá Evu Joly vegna þess að hann sé mágur Jóns Ásgeirs. Hvaða máli skiptir það í þessu samhengi? Sigurður Gísli sýndi áhuga á komu Evu Joly og málstað hennar og hvatti til þess mea Birni Jónassyni og Jóni Þórissyni að komið yrði á fót alþjóalegri stofnun sem bæri nafn hennar. Þegar Eggert talar um „fjáröflun vegna Evu Joly“ segir hann í bókinni að það hafi verið „svo að hún gæti hafið störf á Íslandi“. Þarna fer líklega eitthvað á milli mála. Fjársöfnun var að minnsta kosti vegna hinnar alþjóalegu stofnunar sem kynnt var opinberlega í kveajuhófi Evu Joly í Norræna húsinu í október 2010.

Um aðdragandann að komu Evu Joly í þátt sinn í mars 2009 segir Egill Helgason að hann hafi 30. desember 2008 sagt að úr því að eng inn „innfæddur“ vildi taka að ser embætti serstaks saksóknara hefau tvö nöfn verið nefnd á vefnum: Eva Joly og „spænska hörkutólið Baltasar Garzon“. Velti hann fyrir ser hvort lesendur síiðu sinnar hefau fleiri tillögur eaa hvort einhverjir íslenskir lögmenn hefau þá stöau að hægt væri „að skora á þá að taka þetta að ser“.
Egill skrifaði annan pistil á netið 17. febrúar 2009 eftir að hafa séð mynd um Evu Joly í norska sjónvarpinu. Í þessum pistli sagðist hann hafa lagt til í desember 2008 að Eva Joly „yrði fengin til að ráðleggja okkur um rannsókn bankahruns ins“. Það var hins vegar eftir að hafa séð myndina sem Egill ákvað að reyna að fá Evu Joly í þátt sinn. Hann segir hinn 3. maí 2015:

Ég varð mér út um númerið hjá aðstoðarkonu hennar sem starfaði hjá Norad, norsku þró unarstofnuninni. Þar hafði Eva Joly verið í hlutverki ráðgjafa gegn fjármálaspillingu. Hún var ekki orðin þingmaður á Evrópuþinginu, eins og segir í bókinni. Það gerðist seinna.
Eva Joly kom í viðtal í Silfri Egils 8. mars 2009. Hún brást semsagt skjótt við eftir að ég hafði samband. Það eina sem hún fór fram á var að flugmiði yrði borgaður og að hún fengi að hitta Vigdísi og Bjark. Vigdís tók fagnandi á móti henni — fundurinn með Bjark var ekki fyrr en nokkuð langu síðar.

Egill segir síðan að hvítflibbaglæpir séu meðal brotaflokka sem vaxi örast, nauðsynlegt sé að sporna gegn þeim. „Fjársvikarar geta valdið ómældu tjóni og það getur verið skelfilegt óréttlæti ef þeir komast upp með brot sín. Slíkt grefur undan réttarríkinu og trausti í sam félaginu,“ segir Egill Helgason réttilega sunnudaginn 3. maí 2015.

Í bókinni Andersen skjölunum er hlutur Evu Joly ekkert aðalatriði bókin snýst um stjórnarhætti Gunnars Andersens, forstjóra fjármálaeftirlitsins. Þetta vita þeir sem skrifa í athugasemdadálkinn á Eyjunni þar sem pistill Egils birtist.

Halldór Halldórsson, skólabróðir Gunnars og fyrrv. ritstjóri Helgarpóstsins, er nefndur til sögunnar í bók Eggerts vegna þess að í Helgarpóstinum birtist árið 1985, að sögn Eggerts með Gunnar sem heimildarmann, greinaflokkur um vandræði í rekstri skipafélagsins Hafskips og til skaða fyrir Björgólf Guðmundsson sem síðar var aðaleigandi Landsbankans þegar Gunnar starfaði þar. Greri aldrei um heilt milli þeirra Björgólfs. Halldór skrifaði hinn 3. maí 2015 á Eyjuna við pistil Egils:

Egill, góð ádrepa. Eggert Skúlason, almannatengill, virðist hafa haft það fyrir vinnureglu í bók sinni að sannreyna ekki staðhæfingar sínar, heldur fara með hrátt slúður. Hann hafði ekki samband við þig vegna Evu Joly og mér er sagt, að hann hafi ekki haft samband við Gunnar Andersen fyrr en bókin var á leið í eða komin í prentsmiðju! NOTA BENE! Eyjan hefur komizt að samu niðurstaðu og Egill og ég, að bók Eggerts sé slúður því dellufrásagan um Evu Joly er sögð í þessu vefriti undir hausnum ORÐIÐ Á GÖTUNNI, sem er vettvangur slúðurs Eyjunnar.

Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, er einnig nefndur til sögunnar í bók Eggerts og gefið til kynna að Þorvaldur hafi veitt Gunnari Andersen aðstoð. Þorvaldur segir hinn 3. maí 2015 í athugasemd við pistil Egils:

Baltasar Garzon er langfrægasti lögfræðingur Spánar, einkum fyrir að hafa flett ofan af glæpum Augustos Pinochet í Síle. Gamlir fylgismenn og aðdáendur Francos þökkuðu Garzon fyrir með því að láta svipta hann lögmannsréttindum af tæknilegum ástæðum fyrir nokkrum árum. Franskir skúrkar gerðu Evu Joly einnig erfitt fyrir, en hún átti öruggt skjól í Noregi. Nú er reynt að fara eins með Gunnar Þ. Andersen fv. forstjóra FME. Það eru þakkirnar, sem FME undir hans stjórn fær fyrir að hafa ásamt sérstakum saksóknara gert Hæstarétti kleift að dæma bankamenn og aðra hrunverja í samtals 30 ára fangelsi. Talan á eftir að hækka talsvert áður en lýkur, nema afl áþekk þeim, sem refsuðu Baltasar Garzon fyrir að góma Pinochet, nái yfirhandinni einnig hér heima. Þau munu reyna eins og Eva Joly lýsti strax 2009. Sterk bein þarf til að standa gegn þeim.

Í þessum texta lætur prófessorinn að því liggja að eitthvert samsæri hafi verið gert gegn Gunnari Þ. Andersen af aflum „áþekkum þeim“ sem hefndu sín á Baltasar Garzon vegna Pinochets, einræðisherra í Chile. Sé eitthvað sameiginlegt með Garzon og Gunnari er það það að þeir féllu báðir á eigin bragði.

Árið 2012 sakfelldi hæstirétturinn á Spáni Garzon fyrir ólaglegar símahleranir á samtalum milli fanga og lögfræðinga þeirra og var honum bannað að sinna starfum sem rannsóknardómari í 11 ár. Í maí 2014 var Gunnar dæmdur í hæstarétti í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á þagnarskyldu.