Lagavændi

Nýlega sendi lögmaðurinn Stefán Geir Þórisson álit til allra þingmanna með fyrir hönd ,,umbjóðenda“ þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að viðskiptafrelsi með áfengi kynni að brjóta ákvæði EES samningsins um viðskiptafrelsi!
Arnar Sigurðsson á vef

MakeThumbnailHugsanlega er lögfræði næst-elsta atvinnugreinin sem í umræddu bréfi minnir um margt á þá elstu. Í öllu falli er ljóst að margir lögmenn leggja nafn sitt við hvað sem er gegn greiðslu.

Í bréfinu nefnir Stefán Geir ,,umbjóðendur“ sína án þess að geta þess að um er að ræða óformlegan félagsskap hilluplásshafa í ÁTVR. Sú stofnun byggir sinn hagnað á 18% skatti af tóbaki undir því falska yfirskini að um heildsöludreifingu á tóbaki sé að ræða (að ríkið reki heildsöludreifingu fyrir heildsala hlýtur að vera einhver galnasti partur af ríkisrekstrinum þó af mörgu sé að taka). Eðli málsins samkvæmt vill félag hilluplásshafa ekki sjá á eftir því að smásöluverslunin sé niðurgreidd með skattfé eða að neytendur hafi frjálst val um hvar eða hvenær þeir versli. Slíkt fyrirkomulag er semsagt andstætt hagsmunum hilluplásshafa og pilsfaldarkapítalista sem Ólafur Stephensen fyrrum formaður Heimdallar er annars í forsvari fyrir.

Niðurstaða lögmannsins er að hér á landi sé fákeppni slík á matvörumarkaði að ekki verði við neitt ráðið nema með ríkiseinokunarverslun. Með sömu rökum væri auðvitað eðlilegt að endurvekja aftur einokunarverslun með mjólk enda mörg varnaðarorðin ræst eins og um skyr-hrærslu og hræðslu.