Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, heldur því fram að Ríkisútvarpið hafi skipulagt aðför að Sigmundir Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. RÚV hafi nýtt sér almennt vantraust til stjórnmálanna og búið til til atburðarás sem leiddi til afsagnar forsætisráherra 5. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í ítarlegri grein sem Páll skrifar í sumarhefti Þjóðmála. Aðförin er einstakt dæmi um misnotkun á fjölmiðlavaldi, segir Páll.
Páll Vilhjálmsson bendir á að RÚV sé fjölmiðill þjóðarinnar, sé í eigu ríkisins og fái beint framlag úr ríkissjóði. Í lögum segir um markmið stofnunarinnar að hún skuli „stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu“:
„Tvennt má undirstrika í þessum markmiðum; „lýðræðisleg umræða” og „félagsleg samheldni.” Öllum má vera ljóst að hvorki stuðli það að lýðræðislegri umræðu né félagslegri samheldni að RÚV efni til aðfarar að forsætisráðherra landsins og knýi hann til afsagnar. En einmitt það gerði RÚV á vormánuðum. Til að ná fram markmiði sínu notaði fréttastofa RÚV lygar og blekkingar og þverbraut eigin siðareglur.“
Í greininni heldur Páll því fram að það stuðli ekki að lýðræðislegri umræðu að standa fyrir aðför að stjórnvöldum og „svo sannarlega eykur það ekki félagslega samheldni“. Hann undirstrikar að forsætisráðherrann fyrrverandi og eignkona hans hafi engin lög brotið:
„RÚV ól á tortryggni á milli ríkisstjórnarflokkanna með hönnuðum fréttum þar sem orð viðmælenda voru afflutt til að þjóna tilganginum.“
[pdf_attachment file=“1″ name=“Aðför RÚV“]