Frjálst og sjálfstætt Bretland í sjónmáli

Fátt bendir til annars en að Bretland sé á leiðinni úr Evrópusambandinu (Brexit) í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrir rúmu ári þar sem meirihluti brezkra kjósenda samþykkti að segja skilið við sambandið. Spurningin er þannig í raun ekki hvort Bretland eigi eftir að ganga úr Evrópusambandinu heldur líkt og áður nákvæmlega með hvaða hætti.

Um þetta fjallar Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur, í grein sinni í nýjasta riti Þjóðmála. Í grein sinni fjallar Hjörtur um niðurstöðu kosninganna í Bretlandi í júní, stöðu Brexit eftir kosningarnar og stöðu stærstu stjórnmálaflokka Bretlands.

Hjörtur segir m.a. að fátt bendi til annars en að Bretland muni ganga úr Evrópusambandinu. Spurningin sé fremur nákvæmlega með hvaða hætti það gerist. Mikið er rætt um mjúka útgöngu eða harða í Bretlandi í því sambandi þó stundum sé nokkuð ruglingslegt hvað nákvæmleg er átt við í hvoru tilfelli fyrir sig.

„Mjúk útganga virðist af umræðunni að dæma snúast um Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins, með hliðstæðum hætti og Ísland í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), og jafnvel tollabandalagi sambandsins líka. Hörð útganga snýst um að ganga úr Evrópusambandinu án þess að ná samningum við sambandið um útgönguna,“ segir Hjörtur í grein sinni.