Vetrarhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda á næstu dögum. Auk þess er tölublaðið selt í verslunum Pennans/Eymundsson.
Eins og áður er ritið fullt af áhugaverðu efni.
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, fjallar um mikilvægi erlendra fjárfestinga fyrir íslenskt hagkerfi.
Vilhjálmur Árnason alþingismaður fjallar um umferðaröryggi og aukin lífsgæði.
Björn Bjarnason, fv. ráðherra, fjallar um nýtt eðlilegt ástand í íslenskum stjórnmálum í reglulegum pistli sínum, Af vettvangi stjórnmálanna.
Sænski hagfræðingurinn Fredrik Kopsch fjallar um óheppileg og varasöm afskipti íslenska ríkisins af leigumarkaðnum.
Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um það hvernig fullveldið er grundvöllur fyrir frelsi hverrar þjóðar.
Björn Jón Bragason fjallar um nýjan kanslara Austurríkis, Sebastian Kurz.
Hallur Hallsson fjallar um auðvitund og fátæktarvitund í samhengi stjórnmálanna.
Bandaríski prófessorinn Richard Ebeling fjallar um það hvernig kommúnisminn varð að sjúkdómnum sem hann reyndi að lækna.
Gunnlaugur Snær Ólafsson fjallar um framtíðarhorfur í samskiptum Kína og Bandaríkjanna.
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, fjallar um Evrópumót landsliða í skák.
Birt er greinargerð Gests Jónssonar hrl. sem er verjandi Jóns Steinars Gunnlaugssonar í máli sem dómari við Hæstarétt hefur höfðað gegn honum.
Birtir eru dómar um nokkrar vel valdar bækur sem komu út fyrir jól:
- Gísli Freyr Valdórsson fjallar um bókina Eggert Claessen – saga fjármálamanns eftir Guðmund Magnússon
- Árni Sigurðsson fjallar um bókina Vargöld á vígaslóð eftir Magnús Þór Hafsteinsson.
- Björn Jón Bragason fjallar um bókina Allt kann sá er bíða kann, æsku- og athafnasaga Sveins R. Eyjólfssonar blaðaútgefanda, sem skráð er af Silju Aðalsteinsdóttur
- Kjartan Ragnars hrl. fjallar um bókina Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, eftir Jón Steinar Gunnlaugsson.
- Björn Jón Bragason fjallar um bókina Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur.
- Sigurður Már Jónsson fjallar um bókina Framfarir eftir sænska sagnfræðinginn Johan Norberg.