Hausthefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Í blaðinu er sem fyrr mikið af áhugaverðu efni.
Ásdís Kristjánsdóttir, Heiðar Guðjónsson og Sigurður Hannesson fjalla í sérstökum greinaflokk um lærdóminn af hruninu, endurreisnina og árangurinn sem náðst hefur á liðnum áratug.
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi fjallar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu.
Bjarni Benediktsson ræðir um ríkisstjórnarsamstarfið, stöðu og framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins og margt fleira í ítarlegu viðtali.
Björn Bjarnason fjallar um heilbrigðismál, sterka stöðu ríkissjóðs, þriðja orkupakkann og óstjórn í ráðhúsinu í reglulegum dálki sínum, Af vettvangi stjórnmálanna.
Fredrik Kopsch fjallar um starfsleyfisveitingar stjórnvalda, tilgang þeirra og hverjum þeim er ætla að þjóna.
Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um möguleikana á fríverslun Íslands í framtíðinni.
Fjallað er um þrjár skýrslur Hannesar H. Gissurarsonar; um umhverfismál, bankahrun og kommúnisma.
Ingvar Smári Birgisson fjallar um meinbugi við innheimtu veiðigjalda.
Fjallað er um viðbrögð vinstrimanna við vinsældum Jordan Peterson.
Fjallað er um áhrif Thors Thors og afstöðu Íslands við stofnun Ísraelsríkis.
Gunnar Björnsson fjallar um pólitíska sögu Ólympíuskákmóta.
Börkur Gunnarsson fjallar um ferð sína með tékkneska leikstjóranum Milos Forman.
Geir Ágústsson fjallar um bækur sem lýsa því hvernig ríkisvaldið starfar.
Atli Harðarson fjallar um tvær bækur og rökræðuna um frjálslyndi.
Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 5.550 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is. Þá fæst ritið einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.