Hausthefti Þjóðmála er komið út

Guðlaugur Þór Þórðarson (Mynd: HAG)

Hausthefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er í ítarlegu viðtali þar sem fjallað er um stöðu Íslands í alþjóðakerfinu, Evrópusamvinnu, stöðu Sjálfstæðisflokksins og fleira.

Björn Bjarnason fjallar um þörfina fyrir festu á óvissutímum í reglulegum pistli sínum Af vettvangi stjórnmálanna.

Bogi Ágústsson fréttamaður fjallar um tilvist og fall Berlínarmúrsins og kenningar Fukuyamas um endalok sögunnar.

Í greinum um umhverfismál skrifar Pétur Blöndal um mikilvægi endurvinnslu á áli og öðrum framleiðsluvörum og Vala Pálsdóttir fjallar um aðgerðir gegn loftslagsvá og öðrum umhverfisþáttum.

Bjarnheiður Hallsdóttir fjallar um samkeppnishæfni Íslands í grein um stöðu ferðaþjónustunnar.

Sigurður Guðmundsson fjallar um hækkandi hlutfall aldraðra og stöðu þeirra í þjóðfélaginu.

Kjartan Fjeldsted fjallar um Jacques Chirac, fv. forseta Frakklands, sem lést fyrr á árinu.

Fjallað er um vandaða meðhöndlun og nautnina sem fylgir notkun vindla.

Gunnar Björnsson fjallar um heimsmeistaramótið í skák sem haldið er á Selfossi í nóvember.

Fjölnir fjallar um ójafna tekjuskiptingu.

Birt er grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson sem fjallar um störf fv. forseta Hæstaréttar.

Geir Ágústsson fjallar um The Creative Society eftir Lars Tvede og Sigurður Már Jónsson fjallar um bókina Saga Jasídastúlkunnar eftir Nadia Murad.

Magnús Lyngdal Magnússon fjallar um tvö af fremstu óperutónskáldum veraldar, þá Giuseppe Verdi og Richard Wagner.

 

Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 5.855 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.