Hausthefti Þjóðmála er komið út

Hausthefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda í byrjun vikunnar. Eins og alltaf er tímaritið fullt af góðu og vönduðu efni.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, fer í ítarlegu viðtali yfir stöðu sjávarútvegsins, samkeppnishæfni hans erlendis, orðræðu stjórnmálamanna, umræðu um afkomu, áherslu á umhverfismál og nýsköpun sem og hegðun Samkeppniseftirlitsins sem hún gagnrýndi mikið í fyrra starfi.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um hvers gæta þarf við breytingar á stjórnarskrá.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, fjallar um skerðingu eignarréttarins í nýjum lögum um kaup og sölu á jörðum.

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fjallar um sístækkandi skuldahala Reykjavíkurborgar.

Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og framkvæmdastjóri, fjallar um af hverju hægri menn ættu að hafna Donald Trump og trumpisma.

Björn Bjarnason, fv. ráðherra, fjallar um aðferðir þeirra sem tala fyrir nýrri stjórnarskrá og fleira sem tengist því baráttumáli í reglulegum pistli sínum Af vettvangi stjórnmálanna.

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari fjallar í ritrýndri grein um hlutskipti Íslands og stöðu íslenskrar löggjafar í samhengi EES-samningsins.

Dálkahöfundurinn Fjölnir fjallar um upplýsingaóreiðu og nýjan veruleika.

Jóhann J. Ólafsson lögfræðingur fjallar um mannlega hegðun og útrýmingu fátæktar.

Í Þjóðmálum er líka fjallað um menningu og margt fleira;

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, skrifar um skákheiminn og fjallar um stöðu mála í skákheiminum, Haustmót TR og fleira.

Gísli Freyr Valdórsson fjallar um sögu þess hvernig vindillinn varð sigurtákn.

Magnús Lyngdal Magnússon sagnfræðingur skrifar greinar um klassíska tónlista og fjallar um ítalska tenórsöngvarann Franco Corelli.

Ísrael Daníel Hanssen sagnfræðingur fjallar um bandaríska forseta í Hollywood-kvikmyndum.

Birtir eru bókadómar að venju;

Sigurður Már Jónsson fjallar um bókina Síðasta dagblaðið á vinstri vængnum eftir Elías Snæland Jónsson.

Stefán Einar Stefánsson fjallar um bókina Guðjón Samúelsson húsameistari eftir Pétur H. Ármannsson.

Björn Jón Bragason fjallar um bókina Einvígi allra tíma eftir Guðmund G. Þórarinsson.

Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um bókina Afnám haftanna: Samningar aldarinnar? eftir Sigurð Má Jónsson.

Peningaræða Francisco úr Uppsprettunni eftir Ayn Rand er birt í heild sinni.

Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 5.855 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu Þjóðmála. Þá fæst ritið einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.