Deilt um heilbrigðismál – sterk staða ríkissjóðs – 3. Orkupakkinn – óstjórn í ráðhúsinu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína miðvikudaginn 12. september. Í krafti sterkrar stöðu ríkissjóðs á 10 ára afmæli bankahrunsins ætlar ríkisstjórnin að spýta í lófana þegar kemur að hvers kyns opinberum framkvæmdum. Þrjár stórframkvæmdir eru settar í forgang: stækkun Landspítala, kaup á þyrlum…


Ólympíuskákmót við Svartahaf

Ólympíuskákmótið, það 43. í sögunni, er haldið í Batumi í Georgíu dagana 24. september til 5. október. Batumi, sem er við Svartahafið, er stundum kallað Las Vegas Georgíu. Þar eru spilavíti víðs vegar og þangaðflykkjast til dæmis Tyrkir og Ísraelsmenn í fjárhættuspilin sem…


Skólamál á tímamótum

Meðal Norðurlandaþjóða er hagvöxtur mestur á Íslandi. Hérlendis þurfa hlutfallslega fæstir á félagslegri aðstoð að halda. Þetta sýnir nýleg skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar. Samt sem áður mælist brottfall úr skóla mest hérlendis, en um þrjátíu prósent framhaldsskólanema ljúka ekki námi. Ísland hefur lægsta menntunarstig…


Fordæmalaus staða kallar á óhefðbundnar aðgerðir

Haustið 2008 vofðu óveðursský yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum og átti efnahagslegra afleiðinga þess eftir að gæta víða um heim árin á eftir. Árin á undan flæddi lánsfé yfir markaðina og gátu fyrirtæki tekið lán á hagstæðum kjörum. Mörg fyrirtæki heims nýttu sér þessar aðstæður…


Lærum af hruninu – treystum ekki á inngrip ríkisins

Það er athyglisvert að 10 árum eftir mestu efnahagsáföll íslenskrar hagsögu virðist sem fæstir hafi dregið réttan lærdóm af hruninu. Hávær umræða er um inngrip ríkisins í rekstur flugfélaga og starfshópar hafa verið skipaðir, sem hitta reglulega ráðherra, til að fara yfir stöðu…


Tíu árum síðar

Kreppan mikla á þriðja áratugnum er almennt talin vera versta efnahagskreppan í nútíma hagsögu. Kom þar hvoru tveggja til að margir bankar urðu gjaldþrota og verulegur samdráttur átti sér stað í heimsbúskapnum. Fjármálakreppan sem hófst um mitt ár 2007 hefur oft verið nefnd…


Skammir stjórnmálamanna yfir eigin sinnuleysi

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, orti Nóbelsskáldið Halldór K. Laxness í Maístjörnunni. Um það verður ekki deilt að Halldór var magnaður rithöfundur og ritverk hans munu lengi lifa með þjóðinni. Að því sögðu er rétt að halda því til haga að…


Bjarni: Hræðsla stjórnmálamanna bitnar á framförum

„Gagnrýni er hluti af starfinu og fólk á ekki að gefa sig að stjórnmálum ef það er viðkvæmt fyrir henni. Gagnrýni getur verið líka uppbyggileg. Allt fer það eftir því hvernig hún er sett fram en líka hvernig maður ákveður að taka henni.“…


Hausthefti Þjóðmála er komið út

Hausthefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Í blaðinu er sem fyrr mikið af áhugaverðu efni. Ásdís Kristjánsdóttir, Heiðar Guðjónsson og Sigurður Hannesson fjalla í sérstökum greinaflokk um lærdóminn af hruninu, endurreisnina og árangurinn sem náðst hefur á liðnum áratug….