Þegar hefðbundin skák sneri aftur – tímabundið!

Í sumarhefti Þjóðmála fórum við yfir það þegar netskákin tók völdin. Gjörsamlega. Hin hefðbundnu skákmót sneru aftur í sumar og í haust bæði hérlendis og erlendis. Á Íslandi fóru fram Íslandsmótið í skák, sem á 107 ára sögu, og Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, sem…


Sjálfstæðisbaráttan nýja?

Með fullgildingu EES-samningsins 1993 undirgekkst íslenska ríkið nýja skipan mála varðandi regluverk og innleiðingu erlendra reglna. Grein þessi er rituð með skírskotun til þess áhrifaleysis sem framkvæmd EES-samningsins hefur opinberað í tilviki Íslands. Að mati höfundar eru álitamál sem tengjast stöðu íslenskrar löggjafar…


Engir lottóvinningar í íslenskum sjávarútvegi

Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í rúm fjögur ár. Í viðtali við Þjóðmál fer Heiðrún Lind yfir stöðu sjávarútvegsins hér á landi, samkeppnishæfni hans erlendis, orðræðu stjórnmálamanna um greinina, umræðu um afkomu hennar og áherslu á…


Skuldahali Reykjavíkur

Haustið 2005 skrifaði Magnús Þór Gylfason grein í Þjóðmál þar sem meðal annars var tæpt á rekstri Reykjavíkurborgar. Á þeim tíma hafði R-listinn setið við stjórnvölinn frá árinu 1994 undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Skuldirnar höfðu vaxið geigvænlega, úr fjórum milljörðum í lok…


Eitt af stórmennum Íslands á 20. öld

Þess hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu að út komi bók Péturs H. Ármannssonar (1961-) arkitekts um Guðjón Samúelsson (1887-1950), sem gegndi embætti húsameistara ríkisins um þriggja áratuga skeið. Guðjón mótaði byggingarsögu 20. aldar á Íslandi með meira afgerandi hætti en nokkur annar…


Eignarrétturinn jarðaður?

Við lok þings í sumar varð að lögum frumvarp sem takmarkar heimildir um kaup og sölu á jörðum, sem gerir að við ákveðnar aðstæður þarf samþykki ráðherra til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt að jörðum. Málið varðar að því sögðu algjöra grundvallarhagsmuni. Meðferð…


Hvers þarf að gæta við stjórnarskrárbreytingar?

Nú í haust hafa breytingar á stjórnarskránni enn á ný fengið talsverða athygli í opinberri umræðu. Annars vegar hefur Stjórnarskrárfélagið og hópar sem tengjast því haldið uppi mikilli áróðursherferð fyrir tillögum stjórnlagaráðs, sem strönduðu í meðförum Alþingis veturinn 2012 til 2013. Hins vegar…


Mistæki rasistinn

Í grein sem Friðjón R. Friðjónsson birti í nýjasta hefti Þjóðmála telur hann upp ástæður fyrir því að hægrimenn eigi að hafna Donald Trump Bandaríkjaforseta og pólitískri stefnu hans. Friðjón segir að hefðbundin stefnumál hægrimanna séu fyrir bí í Repúblikanaflokki Trumps. Flokkurinn sé…


Kalda hagkerfið borgar ekki lengi fyrir rekstur ríkisins

Ríkisstjórnin er ekki í öfundsverðri stöðu þegar kemur að því að eiga við heimsfaraldurinn sem nú geisar. Eitt helsta hlutverk ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna og þegar að steðjar vágestur, hvort sem það er her eða faraldur, ber því að gera það…